Skattur og félög

á hreinu fyrir þig.


Skattaráðgjöf og félagaréttur

Advant endurskoðun ehf. veitir viðskiptavinum sínum vandaða þjónustu á sviði skattaráðgjafar og félagaréttar. Mikilvægt er að rétt sé staðið að málum og getur vönduð og árangursrík ráðgjöf veitt þínu fyrirtæki samkeppnisforskot.

Örar breytingar hafa verið á skattaumhverfi á undanförnum árum og er því mikilvægt að fylgjast vel með allri þróun þannig að tryggt sé að rétt sé staðið að þessum málum.

Hjá Advant endurskoðun ehf. starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði sem fylgjast vel með öllum breytingum á lagaumhverfinu og einnig erum við í nánu samstarfi við lögmenn sem hafa mikla reynslu af skatta- og félagarétti.

Almenn skattaráðgjöf

Skattútreikningur og framtalsgerð

Úttekt á virðisaukaskattsmálum

Skattaleg og lögfræðileg áreiðanleikakönnun

Samskipti við skattyfirvöld

Frjáls og sérstök skráning vegna fasteigna

Stofnun félaga, samrunar og slit

Önnur ráðgjöf á sviði félagaréttar