Endurskoðun

...í hæsta gæðaflokki


Tilgangur endurskoðunar er að veita hagsmunaaðilum óháð og faglegt sérfræðiálit á fjárhagslegum upplýsingum en á sama tíma leggjum við mikla áherslu á að veita virðisaukandi þjónustu fyrir fyrirtæki sem í endurskoðun hjá Advant.

Advant endurskoðun ehf. veitir endurskoðunarþjónustu í hæsta gæðaflokki og byggja endurskoðunaraðferðir Advant á nýjustu aðferðafræðum við endurskoðun. Við endurskoðun leggjum við mikla áherslu á að þekkja fyrirtækið og það umhverfi sem fyrirtækið starfar við til að við getum skipulagt vinnu okkar með skilvirkum hætti.

Endurskoðun okkar er unnin á grunni gæðakerfis Advant endurskoðunar ehf. þannig að tryggt er að endurskoðun er unnin í samræmi við lög og þær reglur sem gilda um endurskoðun. Advant endurskoðun ehf. notar alþjóðlega viðurkenndan hugbúnað sem heldur utan um alla þætti endurskoðunar. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar fái bestu þjónustu sem völ er á.

Skref nr.

01

Ráðning

Við ráðningu er gerður samningur milli aðila þar sem koma fram upplýsingar um framkvæmd endurskoðunar og hverjar skyldur aðila eru á meðan samningnum stendur eða þar til endurskoðun lýkur formlega.

Skref nr.

02

Skipulagning

Mjög mikilvægt er að skipulagning sé vel ígrunduð þar sem innra og ytra umhverfi viðskiptavinarins er metið með tillit til áhættu og fleiri þátta sem snerta fjárhag félags, fjárhagsferla og ytra umhverfi félags.

Skref nr.

03

Framkvæmd

Endurskoðun hjá viðskiptavini samanstendur af nokkrum verkþáttum, svo sem prófanir á innri ferlum, greiningaraðgerðum og ítarlegum prófunum á færslum og bókhaldsjöfnuðum í reikningsskilunum.

Skref nr.

04

Niðurstaða

Í lok endurskoðunar myndar endurskoðandinn álit sitt á reikningsskilum viðskiptavinarins. Álitið birtist í áritun endurskoðandans á reikningsskilin og í skýrslum til stjórnenda.

Þegar gæðin skipta máli